Upp á síðkastið hef ég verið á kafi í gömlum Alþingistíðindum sem er stórskemmtilegt. Af því tilefni kemur hér ein litil getraun. Hver sagði þetta og um hvern á Alþingi í janúar 1943?
"Ræða háttvirts þingmanns var furðuleg að fleiru en þessu. Það voru á henni tvær hliðar. Háttvirt deild gat að vísu haft skemmtun af henni, ef litið var á hana frá því sjónarmiði, að háttvirtur þingmaður væri að gera kúnstir frammi fyrir þingheimi, eins og ákveðnar persónur gerðu við hirðir fyrr á tímum."