Það fór að snjóa á Akureyri um kvöldmatarleytið í gær, ég var að líma rauða teipið í gluggann, í húsinu er hangikjötslykt o.s.frv. þannig að nú er allt að verða eins og það á að vera.
Gleðileg jól!
mánudagur, 24. desember 2007
sunnudagur, 23. desember 2007
Til upplýsingar
Matarlystin birtist blessunarlega aftur á fimmtudaginn. Ég var verulega fegin, enda ekki vön að vera týpan sem notar gaffalinn bara til að færa matinn fram og til baka á disknum.
Ég er komin norður, búin að skera laufabrauð, er að fara að festa upp keðjuna sem var föndruð fyrir sennilega hátt í aldarfjórðungi (er ég virkilega svo gömul?) og það er jafnvel farið að örla á jólaskapi. Snjóinn vantar að vísu enn en það stendur vonandi til bóta.
Ég er komin norður, búin að skera laufabrauð, er að fara að festa upp keðjuna sem var föndruð fyrir sennilega hátt í aldarfjórðungi (er ég virkilega svo gömul?) og það er jafnvel farið að örla á jólaskapi. Snjóinn vantar að vísu enn en það stendur vonandi til bóta.
miðvikudagur, 19. desember 2007
Lýst eftir lyst
Lýst er eftir matarlyst. Hún var flæmd á brott af flensuóféti fyrir viku og hefur ekki sést síðan. Skilvísir finnendur eru vinsamlegast beðnir að vísa henni veginn heim til mín.
miðvikudagur, 12. desember 2007
Fjárlagasturlunin helltist yfir af fullum þunga um daginn, m.a. með afleiðingum sem sjá má á meðfylgjandi myndum (sem sýna jafnframt að fjárlagafrumvarpið er til margra hluta nytsamlegt). Tekið skal fram að þetta eru ekki jólapokar heldur fjárlagapokar og þeir eru hjartalaga vegna þess að mér þykir vænt um fjárlög íslenska ríkisins, mér þykir vænt um fjárlög íslenska ríkisins, mér þykir vænt um fjárlög íslenska ríkisins ...
laugardagur, 8. desember 2007
Fyrir nákvæmlega ári bloggaði ég: "Er nokkuð nauðsynlegt að eiga sér líf utan vinnu?"
Ég gæti sagt eitthvað svipað núna. Það er samt ekki þess vegna sem ég hef ekkert bloggað upp á síðkastið (getur "síðkast" ekki alveg náð yfir nokkra mánuði?) - það 'skeði bara einhvern veginn fyrir mig' (þetta finnst mér skemmtilegt orðalag) að bloggið lognaðist út af. Kannski væri sniðugt að fara að blása einhverju lífi í það að nýju.
Ég gæti sagt eitthvað svipað núna. Það er samt ekki þess vegna sem ég hef ekkert bloggað upp á síðkastið (getur "síðkast" ekki alveg náð yfir nokkra mánuði?) - það 'skeði bara einhvern veginn fyrir mig' (þetta finnst mér skemmtilegt orðalag) að bloggið lognaðist út af. Kannski væri sniðugt að fara að blása einhverju lífi í það að nýju.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)