Við Svansý erum greinilega í sömu vandræðum með klukkuna hérna í blogginu. Ef maður stillir á GMT fær maður ekki GMT heldur breskan sumartíma en ef maður stillir á GMT mínus 1 klst fær maður tveimur klst minna. Þannig að maður neyðist sennilega til að vera einum tíma á undan eða eftir. "Tíminn vill ei tengja sig við mig ..."
Svansý hefði átt að drífa sig á tónleikana sem hún ætlaði á. Reyndi að segja henni að þegar maður er þreyttur og ónýtur í hausnum sé einmitt svo hollt að fara á skemmtilega tónleika. Bætir, hressir, kætir. En hún hefur greinilega ekki tekið mark á mér. Hrmpf! ;)
Annars hef ég fulla samúð með fólki sem þarf að fara á fætur um miðja nótt. Þegar ég fer að eigin mati á fætur fyrir allar aldir er langt liðið á daginn hjá Svansý.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli