Fyrir norðan um daginn horfði ég á fótbolta í sjónvarpinu. Og ekki bara einu sinni heldur tvisvar! Sem er nýtt met — venjulega hef ég látið duga að horfa á einn leik í hverri heimsmeistarakeppni, nema fyrir fjórum árum þegar ég sá engan og saknaði þess ekkert.
Það er hægt að horfa á fótbolta af ýmsum ástæðum. Um tvær þeirra er nokkuð fjallað hér og hér — en þeirri þriðju má bæta við: Málblómum íþróttafréttamannanna. Þessi ódauðlegu orð voru til dæmis látin falla í leik Íra og Spánverja: „Þetta var hárrétt ákvörðun og í rauninni sú rétta.“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli