Hah! — er búin að fá stuðningsyfirlýsingu í tölvupósti við pistilinn um aukafrumlagið (eða frumlagsígildið eins og það heitir líka, sbr. umfjöllun Sveins).
Dísa frænka (sem sendi mér stuðningsyfirlýsinguna) stakk upp á því að stofna líknarfélag til hressingar aukafrumlaginu. Frábær hugmynd! Félagið gæti jafnvel helgað sig fleiri góðum málefnum, til dæmis tekið upp á arma sína það sem sumir kalla „danskar fornleifar“ og agnúast stöðugt út í. Prýðileg orð og orðasambönd eins og tilfelli, undirstrika, til að byrja með o.fl. o.fl. o.fl. Miðað við hvernig fólk lætur stundum mætti halda að danska og íslenska væru fullkomlega óskyld tungumál.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli