miðvikudagur, 26. júní 2002

Svanhildur, það er ekkert að aukafrumlagi sem slíku. Hugsaðu þér til dæmis hvernig setningin hérna á undan yrði án aukafrumlags: „Ekkert er að aukafrumlagi sem slíku.“ Eða: „Að aukafrumlagi sem slíku er ekkert.“ Frekar misheppnað, finnst þér það ekki? Aukafrumlög hafa orðið fyrir ósanngjörnum ofsóknum gegnum tíðina út frá reglunni: Ef fyrirbæri X er stundum notað á óviðeigandi hátt skal undir öllum kringumstæðum ráðast gegn X. Ekki eltast sérstaklega við þessa óviðeigandi notkun, þá gæti maður þurft að hugsa og það er alltof flókið.

Aukafrumlög eru nefnilega ósjaldan ofnotuð en það þýðir ekki að þau séu af hinu illa. Og hananú!

Læt þessu opna bréfi lokið að sinni,
kær kveðja,
málfarslöggan.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli