Þá er helgin liðin en veðrið er ennþá leiðinlegt. Sunnudagurinn var ískyggilega líkur laugardeginum, nema í staðinn fyrir sænsku glæpasöguna byrjaði ég á norskri. Demonens død eftir Anne Holt. Lítur út fyrir að vera allt í lagi, en svo sem ekkert meira.
Verð augljóslega að finna mér danskan krimma næst til að viðhalda þessu norræna glæpaþema. Danskan var þó ekki fullkomlega afskipt um helgina, því ég las Politiken á kaffihúsi í gær og fletti hinu stórmerka riti Billed-bladet í bókabúð. Þar fræddist ég m.a. um það að kronprins Frederik sé farinn að lita á sér hárið og það sjáist mjög greinilega í dagsbirtu. Ja hérna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli