laugardagur, 13. júlí 2002
Þetta er búinn að vera meiri letidagurinn. Er nokkuð annað hægt þegar veðrið er svona leiðinlegt? Það eina sem getur mögulega, ef til vill og kannski flokkast undir dugnað er að hafa lesið heila bók á sænsku, Paradiset, þriðju glæpasöguna hennar Lizu Marklund. (Þær tvær fyrstu eru komnar út á íslensku, Sprengivargurinn og Stúdíó sex.) Persónurnar hjá henni eru dálítið einhliða og hún hefur á köflum (aðallega þó í fyrstu bókinni) fullmikla tilhneigingu til að mata mann með teskeið en þetta eru samt fínir krimmar. Lá undir sæng langt fram eftir degi og las, dreif mig svo loksins á fætur og þvældist milli kaffihúsa þar sem ég kláraði bókina á endanum. Fleira er ekki í fréttum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli