þriðjudagur, 9. júlí 2002

Heimurinn er lítill og bloggheimar ennþá minni. Ég hef þegar rakið eitt dæmi um það en þau eru fleiri til. Þar á meðal þetta: Um nokkurt skeið hef ég fylgst með blogginu hennar Ásu. Hana þekki ég reyndar ekki neitt, en það leið ekki á löngu þar til ég uppgötvaði ýmsar tengingar á milli okkar. Nú er Ása búin að rekja þær á bloggsíðunni sinni, og þær eru meira að segja ennþá fleiri en ég vissi fyrir. (Það er eitthvert rugl á "archives" dótinu þannig að ég gat ekki linkað beint. Lenti alltaf þar sem Ása ættfærir Önnu prinsessu undir Orra frá Þúfu, sem er reyndar brilljant punktur.)

Eins og ég hefur Ása greinilega mikið dálæti á persónuleikaprófum ýmiss konar; hér kemur niðurstaðan mín úr einu slíku í heiðursskyni við hana.

I'm pretty damn hard core! Fear me!


Fyrst ég er byrjuð að tala um það hvað bloggheimar eru litlir er best að ég haldi aðeins áfram. Síðuna hennar Ásu fann ég nefnilega í gegnum síðuna hennar Hilmu sem ég þekki heldur ekki neitt, en var ekki búin að lesa lengi þegar ég komst að því að við ættum sitthvað sameiginlegt, t.d. er hún að norðan eins og ég og einlægur aðdáendi Dalalífs eftir Guðrúnu frá Lundi (eins og kemur fram hér og hér). Svo komst ég auðvitað að því að bræður mínir þekktu hana. Það hlaut að vera eitthvað.

Stundum er óskiljanlegt hvernig manni hefur tekist að kynnast ekki sumu fólki. Held að þetta séu fullkomin dæmi um það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli