Sverrir er dæmigerður Reykvíkingur sem heldur að svæðið utan marka höfuðborgarinnar sé samþjappaður bleðill, þar búi einungis örfáar hræður og allir þekki alla. Síðan ég flutti suður hef ekki tölu á því hversu oft ég hef fengið spurningar á borð við: „Jaaaá, ertu frá Akureyri? Þekkirðu þá Guðrúnu frá Dalvík?“ — eða álíka. Engum dytti nokkurn tíma í hug að gera ráð fyrir því að ein manneskja úr Grafarvogi þekkti sjálfkrafa aðra úr Fossvoginum.
Sem sagt: Það er ekki sjálfgefið að tvær manneskjur „utan af landi“ — jafnvel þótt þær séu frá þeim afmarkaða hluta þessarar villtu zónu sem nefnist Norðurland — þekkist eða eigi sameiginlega kunningja. Þannig að ég held óhikað áfram að láta mér finnast heimurinn skemmtilega lítill í tilviki okkar Hilmu og Ásu. Og hananú!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli