miðvikudagur, 14. ágúst 2002
Einhverjir lesendur muna kannski eftir sjónvarpsvandræðum mínum sem hófust fyrir tæpum hálfum mánuði. Skjárinn tók upp á því að verða hvítur og þar kom að hann fór jafnvel að slökkva á sér. Í síðustu viku kom ég tækinu loksins í viðgerð og fékk það til baka í dag. Eiginlega kunni ég líka ágætlega við að vera sjónvarpslaus svona um hásumar (enda er næstum ekkert skemmtilegt búið að vera í sjónvarpinu síðustu vikurnar). Og þetta vakti smá nostalgíu um þann tíma þegar það var ekkert sjónvarp í júlí. Mín vegna mætti alveg endurvekja þann sið að leggja niður sjónvarpsútsendingar um tíma á sumrin. En svo er líka fínt að geta aftur farið að glápa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli