miðvikudagur, 7. ágúst 2002

Kertafleytingin í gær var afbragðs samkoma eins og venjulega (þótt það sé varla hægt að gleðjast yfir henni þar sem maður vildi óska að tilefni hennar hefði aldrei orðið til). Ávarp Hjálmars Hjálmarssonar var afbragðs gott, hann gerði að umtalsefni hluti sem öllum væri hollt að hafa í huga. Best að vitna beint í endursögn Stefáns á friðarvefnum: „Hann [þ.e. Hjálmar] setti kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki í samhengi við stöðu alþjóðamála nú um stundir og minnti á, að þó oft væri rætt um að mesta hættan varðandi kjarnorkuvopn fælist í því að vitfirringar kæmu yfir þau höndum þá mætti ekki gleyma að í það eina skipti sem slíkum vopnum hefur verið beitt þá hafi það verið ákvörðun skarpgreindra leiðtoga lýðræðisríkis.“
Mjög þörf áminning.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli