Ármann hefur skrásett skemmtilegt
minningabrot um Mola flugustrák í dag. Ég kannast mjög vel við það viðhorf til bóka sem þar er lýst. Af samskiptum minum og bókanna um Mola er hins vegar það að segja að ég las þær vissulega en fannst Köngull kónguló svo ógnvekjandi að það var á mörkunum að ég gæti það. Kannski hef ég verið óþarflega viðkvæmt barn? Málin hafa hins vegar þróast þannig að líkt og Ármann styð ég kóngulær nútímans heilshugar í flugnaveiðum sínum, og þær eru ófáar utan á húsinu mínu. Við erum bestu vinir, svo framarlega sem þær halda sig utanhúss.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli