föstudagur, 9. ágúst 2002

Svansý spekúlerar í því hvort Ríki ljóssins hafi hætt að koma út á íslensku í miðjum klíðum. Fyrir þá sem ekki vita er þetta líka bókaflokkur eftir Margit Sandemo, sem kom á eftir Ísfólkinu og Galdrameistaranum. Ég las Galdrameistarann, sá bókaflokkur byrjaði ágætlega en rann síðan heldur út í sandinn. Var samt í lagi, en það var einum of þegar hún fór að blanda persónum úr Ísfólkinu inn í söguþráðinn. Það var gott þar sem það átti heima (þ.e. í sínum eigin bókaflokki), en ekki nógu gott að Sandemo skyldi ekki takast að skrifa sig frá því. Ríki ljóssins reyndi ég að lesa en komst ekki einu sinni gegnum fyrstu bókina. Hún var einfaldlega of vond. Og þar var blandað inn í söguþráðinn bæði persónum úr Ísfólkinu og Galdrameistaranum. Fólk á að læra af mistökunum, ekki endurtaka þau í margfalt verri mynd.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli