Svona lýsti Jóhannes Helgi Reykjavíkurlífinu í Birtingi árið 1955:
„Á daginn slæpist ungviðið á speglasjoppum, sláandi fimmklall fyrir ísglundri og vindlingum; á nóttunni þegar hleypt hefur verið út úr danshúsunum slæst það kringum pylsuvagnana og ryðst ölmótt og illa til reika fram og aftur um miðbæinn og spýr og grætur utan í húsveggi fram eftir nóttu.“
Það fólk sem stöðugt hneykslast á „ástandinu í miðbænum nú til dags“ hefði gott af að lesa þetta. Merkilegt hvernig sumir virðast halda að aldrei hafi sést drukkið fólk í miðbæ Reykjavíkur fyrr en á síðustu árum. Var það ekki Oscar Wilde sem sagði (fyrir meira en heilli öld) að heimurinn hefði ekkert versnað, það væri bara fréttaflutningurinn sem hefði batnað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli