Um síðustu helgi færði ég heimilisbókhaldið mitt og í fyrradag fékk ég gígantískan vísareikning. Hvort tveggja sagði mér það sama og fyrri heimilisbókhaldsfærslur og vísareikningar:
Erna, þú verður að skera niður kaffihúsakostnaðinn. Borða að minnsta kosti sjaldnar úti. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Og hvernig hafa sparnaðaráformin gengið? Ja ... í gær borðaði ég kvöldmat á Alþjóðakaffihúsinu, í dag fékk ég mér hádegismat í danska bakaríinu, hvort tveggja í góðum félagsskap. Kannski gengi mér betur að spara ef ég hætti að hitta fólk?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli