föstudagur, 2. ágúst 2002

Var að gera frábæra uppgötvun: Tvær af uppáhalds bókarpersónunum mínum eru vægast sagt andlega skyldar. Bridget Jones er í rauninni Þórbergur Þórðarson endurholdgaður! Bæði í eilífri leit að lífsspeki (Þórbergur hefði heldur betur verið á kafi í sjálfshjálparbókum eins og Bridget ef þær hefðu verið komnar til sögunnar á yngri árum hans), reglulega á tauginni yfir því að þegar einhver hafi sagt eða gert eitthvað meini hann í rauninni eitthvað annað, að þeirri tilhneigingu ógleymdri að ætla stöðugt að bæta sig á allan hátt og gera endalausa lista yfir plön sín í því skyni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli