föstudagur, 4. október 2002
Oooohhh, mig langar svo til útlanda! Hef reynt að beita ýmsum brögðum síðustu vikurnar til að vinna á lönguninni, um daginn fór ég meira að segja á Bourne Identity þótt mér finnist Matt Damon óþolandi leikari, því ég var búin að sjá treilerinn sem gaf til kynna margar útitökur í París. Myndin var alveg í lagi, og mér til mikillar gleði sást hellingur af París í henni, en það gagnaðist ekkert í baráttunni; mig langaði bara meira til útlanda eftir. Tveimur dögum seinna fékk ég í hendurnar próförk að afbragðsgóðri bók sem gerist í París (og kemur út núna fyrir jólin), og æsti auðvitað ennþá meira upp í mér löngunina. Akkuru býr maður á einangruðu landi og þarf að borga okurverð til að sleppa í burtu? Þetta er ekki sanngjarnt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli