þriðjudagur, 29. október 2002

Íslenski þulurinn sem talar ofan í alla verðlaunaafhendinguna hjá Norðurlandaráði í sjónvarpinu er ekkert smá þreytandi. Ég skil svo sem að það þurfi að vera þulur eða eitthvað þess háttar fyrst þetta er í beinni útsendingu (og þ.a.l. ekki hægt að vera með texta). En er nauðsynlegt að lesa upp orðrétta þýðingu á öllu saman? Hvernig væri að maður fengi að heyra hin Norðurlandamálin smávegis?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli