fimmtudagur, 3. október 2002

Tilvitnun vikunnar er frá Ásu: „Skátinn býður kannski Skátasambandi Íslands og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum.“ !!!

Hilma á svo sögu vikunnar. Bókhlöðulífið getur svo sannarlega verið ævintýralegt! Ég er annars jafnsvekkt og Hilma yfir Bráðavaktarleysinu í gærkvöld. Er stefnuræðan alltaf flutt á miðvikudögum? Hún hefur alla vega rutt Bráðavaktinni úr vegi óheyrilega oft gegnum tíðina. Íslensk pólitík í staðinn fyrir Bráðavaktina – það eru verulega slæm býtti. :(

Hilmu til fróðleiks má nefna hér að Sigtryggur/Diddi sem hún minnist á hér er jafnframt fórnarlambið í kossasögu Svanhildar frá 29. september (einhverra hluta vegna er ekki hægt að linka beint á færsluna í dag). (Sama færsla er jafnframt 3. kafli í framhalds-ástamála-sögunni úr 7. ára bekk í Grandaskóla. Sem er framhaldssaga ársins!) Umræddur Sigtryggur var annars á sama tíma og ég í íslenskunni – en ég var búinn að þekkja hann í tvö ár þegar ég uppgötvaði að hann var sami maðurinn og „Diddi“, æskuvinur Svanhildar, sem ég hafði heyrt ýmsar skemmtilegar sögur af gegnum tíðina. Undarlegt að uppgötva svona að einhverjir tveir séu í rauninni einn!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli