Ég hlakka svooooo til þegar James Bond kemur í bíó. (Og Harry Potter. Og Hringadróttinssaga. Af hverju gerist alltaf allt í einu (eða næstum því)?) Horfði á eina gamla Bond-mynd í gær og aðra fyrir örfáum dögum til að hita upp fyrir nýju myndina, og nú er spurningin: Á ég að fara einu sinni enn út á vídeóleigu í kvöld og ná mér í Bond, eða á ég að drífa mig í bíó, á einhverja af dönsku myndunum í Regnboganum? Það er úr vöndu að ráða.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli