Nú er ég alveg ringluð! Hjörtur segir að það sé steikt hvernig ég nái að skrifa eins og ég tali – og ég veit ekkert hvað hann meinar! Ég er reyndar vön alls konar kommentum um það hvernig ég tala, en engin þeirra geta mögulega átt við hér. Einu sinni fékk ég reglulega að heyra hvað ég væri smámælt (eins og ég hafi ekki vitað af því) en eftir því sem ég varð eldri varð fólki smám saman sama um það. Eða hætti að láta á nokkru bera. Liðu svo nokkur ár. Þá urðu umskipti nokkur í lífi mínu, háskólanám var hafið, og um leið flutt suður yfir heiðar. Í þessu nýja umhverfi virtist norðlenskur framburður stöðugt koma fólki á óvart, allavega hefur hann jafnoft verðið gerður að umtalsefni síðustu árin og smámælið á æskuárum mínum. En hvorugt smitast yfir í ritað mál svo ég viti. Og mér tekst ekki að analýsera sjálfa mig nógu vel til að gera mér grein fyrir því hvernig ég tala (og hvernig ég skrifa þar af leiðandi, samkvæmt Hirti). Á ég að vera í tilvistarkreppu núna?!
P.S. Umfjöllun um Bráðavaktina bíður betri tíma.
P.P.S. Nú er loksins aftur komið kommentakerfi hérna á síðuna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli