Stefán er búinn að ljóstra upp um rafmagnsleysisáformin miklu! Það verður greinilega að skipta yfir í plan B. Annars er merkileg tilviljun að þegar ég sá þessi skrif hans var ég nýkomin úr hádegismat, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en það markverða er þetta: Einhverra hluta vegna hafði Laxárdeilan borist í tal, einkum ákveðinn atburður sem gerðist í ágúst 1970, semsé þegar stíflan í Miðkvísl var sprengd. Þar var margt fólk að verki, en sennilega fátt sem ég hef engin ættartengsl við. Látið verður ósagt hvort af því megi draga einhverja ályktun um framtíðina, sjálfa mig og rafmagnstengd efni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli