þriðjudagur, 17. desember 2002

Þessi dagur byrjaði hræðilega! Vægast sagt! Fyrst var ég steinrotuð og svaf of lengi – sem er reyndar alvanalegt. En samt alltaf leiðinlegt. Jæja, ég ríf mig á endanum á fætur og dríf mig af stað í vinnuna. Þegar ég kem þangað er mér tilkynnt að þangað hafi komið „tveir skuggalegir menn“ að leita að mér – ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Og þegar ég dreg upp símann stendur á skjánum „4 missed calls“! Æ, æ! Og til að kóróna allt saman: Ég furðaði mig svolítið á því um stund hvað allt var óskýrt í kringum mig. Þangað til ég uppgötvaði að ég hafði gleymt gleraugunum mínum heima! Hversu mikill sauður getur maður verið?!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli