Nei, Ármann, það ert ekki bara þú sem sérð eitthvað klúrt við jólasveinanöfnin! Þetta hefur lengi valdið mér miklum áhyggjum og efnið hefur um árabil verið á lista yfir „fræðilegar“ greinar sem ég ætlaði að skrifa! Á sama lista er m.a.:
– ítarleg greining á textatengslum Njálu og kvikmyndarinnar Dirty Dancing.
– úttekt á endurholdgun Þórbergs Þórðarsonar í Bridget Jones (sbr. þetta).
– aukin og endurbætt útgáfa af orðfræðilegum pistli um uppáhaldsorðið mitt: lillagulur (sem Mörður neitaði staðfastlega að hleypa í orðabókina, þrátt fyrir hatramma baráttu mína fyrir því að tilveruréttur þess væri viðurkenndur).
Mér finnst að ég ætti að fá að skrifa MA-ritgerð sem fælist í útúrsnúningi á bókmenntafræðikenningum með málfræði í bland (sérstök áhersla yrði lögð á kenningar sem lúta að textatengslum og merkingarfræði), og hagnýtingu útúrsnúningsins í upplífgandi tilgangi!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli