Teiknimyndasögur las ég ýmsar í æsku. Hins vegar voru þær ekki keyptar inn á heimilið, þannig að ég náði ekki að mynda eins mikil tilfinningatengsl við þær og margar aðrar bækur, og veit því ekki hvort ég á nokkrar eftirlætis teiknimyndasögur. En ég get sagt frá misheppnaðasta teiknimyndasagnalestrinum mínum. Eða tilraun til lestrar. Í fjörugu bekkjarpartíi í 2. bekk í
menntaskóla rákumst við
Svansý á nokkrar Ástríksbækur og fannst tilvalið að lesa aðeins í þeim. Það gekk því miður ekki nógu vel. Letrið reyndist nefnilega svo smátt og hentaði því illa til lestrar þegar ölvun var orðin allnokkur. Maður missti stöðugt þráðinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli