þriðjudagur, 14. janúar 2003

Jólabókaflóðið verður gert upp hjá Félagi íslenskra fræða annað kvöld (mið. 15. jan.) kl. 20.30 (í Sögufélagshúsinu í Fischersundi) Þar verða almennar umræður, en fyrst hefur Jón Yngvi framsögu, sem ég hlakka mikið til að heyra. Hann er með mjög spennandi punkta í kynningunni, sem sé þessa:

Jólabókavertíðin var um margt forvitnileg og vekur ýmsar spurningar: Eru viðtalsbækurnar aftur að taka völdin eftir nokkur góð ár fyrir íslenskan skáldskap? Er ljóðið endanlega búið að gefa upp öndina? Er sögulega skáldsagan algerlega að taka völdin meðal eldri höfunda? Hversu biblíufróður þarf maður að vera til að fá botn í íslenskar samtímabókmenntir? Og síðast en ekki síst: Komin er fram ný og áberandi sterk kynslóð ungra höfunda. Þau afneita því hvert fyrir sig í hverju viðtalinu af öðru að þau eigi nokkuð sameiginlegt, getur það verið satt?

Skyldumæting!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli