föstudagur, 21. febrúar 2003
Horfði á Bráðavaktarþátt vikunnar seint í gærkvöld, mér til engrar ánægju. Nýendurvakið traust mitt á handritshöfundunum beið umtalsverðan hnekki. Þátturinn í síðustu viku, þegar fréttirnar bárust einfaldlega af því á Bráðavaktina að Mark væri dauður, var svo prýðilega gerður að ég fékk næstum því samviskubit yfir öllu tuðinu í mér um hvað hann væri óþolandi og ætti að drepast sem fyrst og allt það. Ég varð jafnvel pínulítið sorgmædd yfir andlátinu. En samviskubitið hvarf eins og dögg fyrir sólu yfir þessum velluþætti dauðans. Ætla rétt að vona að lokaþátturinn (í næstu viku) verði hrikalega góður – serían þarf svo sannarlega á því að halda til að vega upp á móti þessari hörmung.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli