föstudagur, 7. mars 2003
Ég kannast vel við austurþýsku umferðarljósakallana sem Stefán bloggar um í dag og herferðina til að bjarga þeim. Rettet die Ampelmännchen! Á meira að segja bók sem heitir Das Buch vom Ampelmännchen og er „tileinkuð öllum fótgangendum“.Í henni er m.a. að finna kaflana „Das Ampelmännchen oder: Kleine östliche Verkehrsgeschichte“ og „Ampelmänner im zweiten Frühling“. Og hún er bara að öllu leyti frábær. Þar eru lika myndir af umferðarljósaköllum víðsvegar að úr heiminum – þeir austurþýsku eru langsætastir. Held að niðurstaðan hafi orðið sú að það hafi verið hætt að skipta austurþýsku köllunum kerfisbundið út – en held að ef ljós biluðu hafi samevrópska draslið átt að koma í staðinn. Veit ekki hvernig staðan er núna – verð greinilega að fara að komast til Þýskalands til að kanna málið. Man vel þegar ég var einhvern tíma búin að vera í München í nokkra daga og kom svo „heim“ til Leipzig, hvað það var notalegt að láta þessa gönguljósakalla taka á móti sér þegar ég gekk út af brautarstöðinni. Því miður keypti ég aldrei bol með myndum af þeim, það var alltaf á dagskrá en komst aldrei í verk. Ætli það sé enn hægt að fá þessa boli?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli