föstudagur, 18. apríl 2003

Þannan dag fyrir allmörgum árum (tuttugu eða meira – almáttugur hvað tíminn gufar upp) vorum við Þorgerður frænka mín hindraðar í að krossfesta Sigga bróður minn. Hann hefur sennilega verið á bilinu þriggja til fimm ára þegar þetta var – og var ekkert ósáttur við yfirvofandi krossfestingu.Við vissum sko alveg út á hvað dagurinn gekk. En fullorðið fólk er alltaf með einhverja meinbægni og leyfði okkur ekki að hagnýta kristindómsþekkinguna.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli