fimmtudagur, 31. júlí 2003

Meira af bókafíkn. Ég er nefnilega svo langt leidd að ég hef keypt bók (!) um efnið. Hún heitir einfaldlega Biblioholism! og á forsíðu er fyrirbærið skýrt svo: „the habitual longing to purchase, read, store, admire and consume books in excess“. Þetta virðist falla fullkomlega að skilgreiningu Ásu á meintum vanda (þótt fyrir hönd sjálfsstyrkingarhópsins hafni ég því alfarið að um nokkurn vanda sé að ræða).

Í þessari ágætu bók eru m.a. persónuleikaprófin „Ertu bóka-alki?“ og „Hversu illa ertu haldin(n)?“ Í því síðarnefnda fæ ég niðurstöðuna: „If you don't have a problem now, it's only a matter of time until you hear the voices and see the hideous little insects crawling up and down your arm.“
Þá veit ég það.

Kannast fleiri en ég við að vera sérlega veikir fyrir bókum um bækur, lestur o.þ.h.? Í sendingunni sem er á leiðinni til mín frá Amazon eru m.a. Bibliotherapy (sem snýst, eins og nafnið gefur til kynna, um bækur sem krísumeðal) og bók um bókmenntaspæjara sem rannsakar m.a. bókmenntaglæpi og fer jafnvel inn í söguþráð bóka í því skyni! Þetta er fyrsta bókin af a.m.k. þremur, ég er búin að lesa miðbókina, Lost in a Good Book, og komst að því að ég þyrfti tvímælalaust að lesa meira.

Ég frestaði kaupum á Women who love Books too much en það líður ábyggilega ekki á löngu þangað til ég geri ráðstafanir til að komast yfir hana.

Ætli þetta sé sérstakt áhyggjuefni – eða á ég að halda því fram að tilgangurinn sé að byggja upp bókasafn fyrir sjálfsstyrkingarhópinn? (Hugmyndum um að með þessum orðum sé ég eingöngu að göfga og réttlæta óhófleg bókakaup er fyrirfram hafnað!)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli