... Ljóð eiga ekki eins upp á pallborðið hjá henni, enda þótt hæfileikar hennar til ljóðgreiningar séu einstakir. Þekkja ekki allir kvæðið um „gaurana tvo sem urðu úti“?
Svanhildur er fyrsta Alzheimer-tilfelli bekkjarins, eins og glöggt sést ef umræður í íslenskutíma einum í 4. bekk eru skoðaðar:
Einhver: „Af hverju var Þorsteinn Erlingsson alltaf fátækur?“
Svansý: „Var hann kommúnisti?“ [Nokkru seinna:] „Jaaá, Þorsteinn frá Hamri. Var það hann sem dó úr berklum“ [Enn seinna:] „Kunni hann að mála? Nei annars, það var Muggur!“
Getraun dagsins er: Hvert er „kvæðið um „gaurana tvo sem urðu úti““? Verðlaunum er heitið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli