fimmtudagur, 28. ágúst 2003
Alltaf uppgötvast eitthvað nýtt sem vantar í spendýrabókina hans Bjarna. Ég óttast allavega að ekkert hafi verið hugað að því allra mikilvægasta: semsé því hvernig dýrin henta til átu. Bjarni virðist reyndar farinn að leggja einhver drög að þessu á blogginu sínu (sjá færsluna um flóðsvínið) en betur má ef duga skal. Legg til að Nanna verði ráðin til að sjá um uppskriftir í bókina.
Misjöfn verða morgunverkin. Nú var ég loksins að fjölga tenglum á vinstri vængnum en það er búið að standa til í marga mánuði. Nýju tenglarnir vísa sumir á fólk sem ég þekki vel, aðrir á fólk sem ég þekki ekki neitt og enn aðrir á fólk sem er einhvers staðar þar á milli. En allt á það sameiginlegt að vera miklir ágætisbloggarar.
P.S. Ég hef ábyggilega gleymt einhverjum eins og venjulega. Kvartanir sendist á kommentakerfið.
P.S. Ég hef ábyggilega gleymt einhverjum eins og venjulega. Kvartanir sendist á kommentakerfið.
miðvikudagur, 27. ágúst 2003
Umdeildanlegt getur verið hvaða spendýr skuli teljast íslensk. Nú er unnið að stórri og mikilli bók um íslensk spendýr sem kemur trúlega út á næsta ári. Bjarni hefur gerst spendýrafræðingur vinnustaðarins og hefur umsjón með verkinu, en er reglulega hafður að háði og spotti fyrir þá sök að þarna sé notast við nokkuð víða skilgreiningu á íslenskum spendýrum. Einkum hefur Páll Valsson verið duglegur við að fussa og sveia yfir þeirri fásinnu (að eigin mati) að þarna verði fjallað um fleiri dýr en tófuna.
Í gær uppgötvaði ég hins vegar að sjónarhornið er fjarri því að vera of vítt – þvert á móti virðist það ætla að vera svívirðilega þröngt. Menn hafa nefnilega hengt sig óhóflega í hefðbundna rökhugsun og einhvern leiðinda hlutveruleika við afmörkun efnisins.
Brýnt er að tveimur köflum verði bætt við bókina:
Í gær uppgötvaði ég hins vegar að sjónarhornið er fjarri því að vera of vítt – þvert á móti virðist það ætla að vera svívirðilega þröngt. Menn hafa nefnilega hengt sig óhóflega í hefðbundna rökhugsun og einhvern leiðinda hlutveruleika við afmörkun efnisins.
Brýnt er að tveimur köflum verði bætt við bókina:
- Kafla um yfirfærða merkingu. Eins og allir vita er fjöldi fólks (ekki síst Íslendinga) apar, asnar og jafnvel svín.
- Kafla um þykjustudýr. Í íslenskum þjóðsögum er sagt frá mörgum skemmtilegum dýrum sem eiga skilyrðislaust að teljast með. Nykur, urðarköttur, skoffín og álíka dýr eru augljóslega rammíslenskust allra spendýra.
þriðjudagur, 26. ágúst 2003
Blogglaus helgi að baki – og blogglaus mánudagur reyndar líka. En aumingjablogg ber að forðast og svo ekki verði hægt að væna mig um slíka skömm (í þetta skiptið) kemur hér eitt stykki tepokablogg. Meira verður það nú ekki því andleysið er yfirþyrmandi og fátt að frétta. Helgin var sú skrilljónasta í röð þar sem áform um ofurdugnað runnu út í sandinn – allan tímann var ég ofsalega mikið á leiðinni að stefna að því að fara bráðum að koma mér að því að vera hrikalega dugleg að vinna ...
En það fór nú eins og það fór. Ég hefði sennilega alveg getað farið á Norlit-ráðstefnuna sem ég hafði samt ekki tíma til því ég þurfti að koma svo mörgu í verk. En stundum verða afköstin í að gera ekkert bara óendanleg. Eini dugnaðurinn sem ég sýndi af mér um helgina fólst í strauingum. Slíka iðju hef ég ekki stundað í óhófi síðustu ár, enda straujaði ég mér eiginlega til óbóta sumrin þegar ég var þrettán, fjórtán og fimmtán og stundaði barnapíustörf (ásamt óendanlegum strauingum) hjá frændfólki mínu „heima“ á Grænavatni.
[Viðbót nokkru eftir að þetta var skrifað: Á einhverri stærðfræðisíðu (mjög neðarlega) fann ég ofsalega fínar Grænavatns-myndir. Fyndið hvað maður grefur upp á ólíklegustu stöðum á netinu. Ef myndir á borð við þessar færa ekki öllum heim sanninn um það að sveitin mín sé sú fallegasta í heimi er fólki ekki viðbjargandi!]
Þegar ég fór að búa ein beitti ég árum saman snilldartrikki til að forðast strauingapervertisma: ég tók nefnilega meðvitaða ákvörðun um að eiga ekki strauborð. Með því móti verður svo mikið vesen að strauja (maður þarf þá að rýma til á einhverju borði og tína til eitthvert drasl til að breiða á það) að slíkur verknaður verður ekki stundaður nema einstaklega brýna nauðsyn beri til. En paradísarmissir varð í fyrra þegar móðir mín ákvað að þetta væri ófremdarástand og keypti handa mér strauborð (án þess að biðja mig um leyfi). Síðan hefur straujárnið verið notað mun oftar en áður. Og ég skal gera þá játningu að ég er aftur farin að strauja rúmfötin mín. Og bendlaböndin með ef svoleiðis dót er að þvælast fyrir. (Lengra nær strauingabilunin samt ekki. Ég hef heyrt um fólk sem straujar handklæði og nærbrækur, en það ætti nú bara að leggja inn á stofnun.)
Svo horfði ég slatta á vídeó og á HM í frjálsum. Mæli með skrifum rafmagnsbloggarans um hið síðarnefnda. (Sá pistill er ekki svo galinn þótt sama sé ekki að segja um villigötur Stefáns í Andrésar-málum. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Íslenskur Andrés flokkast undir menningarspjöll.)
Já, alveg rétt, jarðskjálftinn. Í miðju vídeóglápi aðfaranótt laugardagsins truflaði einhver bölvaður hvinur mig. Skildi ekkert í því að flugvélum væri leyft að taka á loft klukkan tvö að nóttu, sérstaklega svona háværum kvikindum. En fljótlega eftir að bylgjuhreyfingar gengu um fleira en gluggarúðurnar og risahönd virtist kippa snöggt í húsið áttaði ég mig á þeim möguleika að náttúrufræðilegri skýringar gætu verið á málinu. Var samt tiltölulega róleg þangað til ég kveikti á útvarpinu og heyrði mann segja ofurrólegri röddu að gott væri að leita skjóls í bílum og hafa með sér vasaljós. Þar sem ég á hvorki vasaljós né bíl virtist augljóst að dagar mínir væru taldir. Í stöðunni var ekkert til ráða nema taka örlögunum af stóískri ró og fá sér meira rauðvín.
Útvarpið var annars stórfyndið þessa nótt. Lesið endilega absúrdleikritið hans Palla, þar eru nokkur prýðisdæmi.
En það fór nú eins og það fór. Ég hefði sennilega alveg getað farið á Norlit-ráðstefnuna sem ég hafði samt ekki tíma til því ég þurfti að koma svo mörgu í verk. En stundum verða afköstin í að gera ekkert bara óendanleg. Eini dugnaðurinn sem ég sýndi af mér um helgina fólst í strauingum. Slíka iðju hef ég ekki stundað í óhófi síðustu ár, enda straujaði ég mér eiginlega til óbóta sumrin þegar ég var þrettán, fjórtán og fimmtán og stundaði barnapíustörf (ásamt óendanlegum strauingum) hjá frændfólki mínu „heima“ á Grænavatni.
[Viðbót nokkru eftir að þetta var skrifað: Á einhverri stærðfræðisíðu (mjög neðarlega) fann ég ofsalega fínar Grænavatns-myndir. Fyndið hvað maður grefur upp á ólíklegustu stöðum á netinu. Ef myndir á borð við þessar færa ekki öllum heim sanninn um það að sveitin mín sé sú fallegasta í heimi er fólki ekki viðbjargandi!]
Þegar ég fór að búa ein beitti ég árum saman snilldartrikki til að forðast strauingapervertisma: ég tók nefnilega meðvitaða ákvörðun um að eiga ekki strauborð. Með því móti verður svo mikið vesen að strauja (maður þarf þá að rýma til á einhverju borði og tína til eitthvert drasl til að breiða á það) að slíkur verknaður verður ekki stundaður nema einstaklega brýna nauðsyn beri til. En paradísarmissir varð í fyrra þegar móðir mín ákvað að þetta væri ófremdarástand og keypti handa mér strauborð (án þess að biðja mig um leyfi). Síðan hefur straujárnið verið notað mun oftar en áður. Og ég skal gera þá játningu að ég er aftur farin að strauja rúmfötin mín. Og bendlaböndin með ef svoleiðis dót er að þvælast fyrir. (Lengra nær strauingabilunin samt ekki. Ég hef heyrt um fólk sem straujar handklæði og nærbrækur, en það ætti nú bara að leggja inn á stofnun.)
Svo horfði ég slatta á vídeó og á HM í frjálsum. Mæli með skrifum rafmagnsbloggarans um hið síðarnefnda. (Sá pistill er ekki svo galinn þótt sama sé ekki að segja um villigötur Stefáns í Andrésar-málum. Ég hef sagt það áður og segi það enn: Íslenskur Andrés flokkast undir menningarspjöll.)
Já, alveg rétt, jarðskjálftinn. Í miðju vídeóglápi aðfaranótt laugardagsins truflaði einhver bölvaður hvinur mig. Skildi ekkert í því að flugvélum væri leyft að taka á loft klukkan tvö að nóttu, sérstaklega svona háværum kvikindum. En fljótlega eftir að bylgjuhreyfingar gengu um fleira en gluggarúðurnar og risahönd virtist kippa snöggt í húsið áttaði ég mig á þeim möguleika að náttúrufræðilegri skýringar gætu verið á málinu. Var samt tiltölulega róleg þangað til ég kveikti á útvarpinu og heyrði mann segja ofurrólegri röddu að gott væri að leita skjóls í bílum og hafa með sér vasaljós. Þar sem ég á hvorki vasaljós né bíl virtist augljóst að dagar mínir væru taldir. Í stöðunni var ekkert til ráða nema taka örlögunum af stóískri ró og fá sér meira rauðvín.
Útvarpið var annars stórfyndið þessa nótt. Lesið endilega absúrdleikritið hans Palla, þar eru nokkur prýðisdæmi.
föstudagur, 22. ágúst 2003
Hvort er betra: stundarbrjálæði eða meðvitaður brotavilji?
Málsatvik eru þessu: Eftir tveggja daga umhugsun fór ég og keypti skóna sem voru næstum orðnir hluti af slysainnkaupunum í fyrradag. (Flokkast sandalar með átta sentímetra pinnahæl ekki örugglega undir nauðsynjar?) Þegar ég kom aftur í vinnuna og sýndi Siggu nýju fínu skóna mína fékk ég mikinn og góðan stuðning – en hún benti mér samt á þá óþægilegu staðreynd að eiginlega hefði verið betra að kaupa þá um leið og allt hitt. Þá gæti ég nefnilega kennt um stundarbrjálæði. Núna hefði ég hins vegar tekið yfirvegaða ákvörðun um verknaðinn sem væri svolítið ískyggilegra. Það lýsti nefnilega sérdeildis meðvituðum brotavilja. Jafnvel einbeittum sérdeilis meðvituðum brotavilja.
Þessu get ég ekki neitað . Viðurkenni glæpinn – jafnvel fúslega. Veit líka að refsingin verður ekki umflúin. Vísa-reikningurinn á ekki eftir að gufa upp.
Nú vantar mig bara gott tækifæri til að nota skóna.
Málsatvik eru þessu: Eftir tveggja daga umhugsun fór ég og keypti skóna sem voru næstum orðnir hluti af slysainnkaupunum í fyrradag. (Flokkast sandalar með átta sentímetra pinnahæl ekki örugglega undir nauðsynjar?) Þegar ég kom aftur í vinnuna og sýndi Siggu nýju fínu skóna mína fékk ég mikinn og góðan stuðning – en hún benti mér samt á þá óþægilegu staðreynd að eiginlega hefði verið betra að kaupa þá um leið og allt hitt. Þá gæti ég nefnilega kennt um stundarbrjálæði. Núna hefði ég hins vegar tekið yfirvegaða ákvörðun um verknaðinn sem væri svolítið ískyggilegra. Það lýsti nefnilega sérdeildis meðvituðum brotavilja. Jafnvel einbeittum sérdeilis meðvituðum brotavilja.
Þessu get ég ekki neitað . Viðurkenni glæpinn – jafnvel fúslega. Veit líka að refsingin verður ekki umflúin. Vísa-reikningurinn á ekki eftir að gufa upp.
Nú vantar mig bara gott tækifæri til að nota skóna.
Hah! Frýjuorðin virkuðu – Nanna er byrjuð að blogga aftur (þ.e. Nanna Jóns, Kristjana Nanna, eða hvað ég á að kalla hana til aðgreiningar frá hinni blogg-Nönnunni). Hún er boðin velkomin aftur í bloggheima og óskað sem lengstra blogglífdaga. (P.S. Nanna, ofsalega líst mér vel á þetta MA-skrall sem þú ert að boða í næstu viku.)
fimmtudagur, 21. ágúst 2003
Tíminn líður skelfilega hratt. Í gær fór ég í klippingu – og þótt einhverjir kynnu að halda að það væri ekki í frásögur færandi væri það mesti misskilningur því að núna voru heilir níu mánuðir liðnir síðan ég hafði síðast hleypt skærum í hausinn á mér. Þá var reyndar liðið ár frá því næst á undan, þannig að ég er augljóslega á réttri leið. Kannski tekst mér að koma mér næst af stað eftir hálft ár. Aldrei að vita.
Svo ætlaði ég eiginlega að sitja heima í gærkvöld og vinna – en fannst ég alltof mikil pæja svona nýklippt og í nýjum skóm og í nýju pilsi til að það væri réttlætanlegt að hanga ein heima, svo ég hringdi í Kristjönu Nönnu og dró hana á kaffihús. Á leiðinni heim gerði ég svo (enn eina) tilraun til að hvetja hana til að byrja að blogga – en þá varð hún kindarleg á svipinn og aulaði svo út úr sér uppljóstrun: Nanna byrjaði semsagt blogg í vor án þess að segja nokkrum manni frá því en hætti fljótt vegna þess að henni fannst bloggið ekki henta sér. Þvílíkt og annað eins. Reyndar er það að sumu leyti skiljanlegt fyrst hún hélt þessu leyndu. Blogg er fullkomlega tilgangslaust í tómarúmi, það verður fyrst skemmtilegt þegar einhvers konar díalógur er kominn á við önnur blogg.
Þess vegna ætla ég að vera andstyggileg og kvikindisleg vinkona og vísa hér á bloggið hennar Nönnu í von um að það geti rekið hana af stað aftur. Nanna vildi reyndar ekki gefa mér upp slóðina – en það var nú ekki mikill vandi að giska á hana; hér fann ég semsagt þetta efnilega blogg. Hvet eindregið til þess að þráðurinn verði tekinn upp á ný – ég skal alveg hjálpa til við linkagerð og þess háttar.
Svo ætlaði ég eiginlega að sitja heima í gærkvöld og vinna – en fannst ég alltof mikil pæja svona nýklippt og í nýjum skóm og í nýju pilsi til að það væri réttlætanlegt að hanga ein heima, svo ég hringdi í Kristjönu Nönnu og dró hana á kaffihús. Á leiðinni heim gerði ég svo (enn eina) tilraun til að hvetja hana til að byrja að blogga – en þá varð hún kindarleg á svipinn og aulaði svo út úr sér uppljóstrun: Nanna byrjaði semsagt blogg í vor án þess að segja nokkrum manni frá því en hætti fljótt vegna þess að henni fannst bloggið ekki henta sér. Þvílíkt og annað eins. Reyndar er það að sumu leyti skiljanlegt fyrst hún hélt þessu leyndu. Blogg er fullkomlega tilgangslaust í tómarúmi, það verður fyrst skemmtilegt þegar einhvers konar díalógur er kominn á við önnur blogg.
Þess vegna ætla ég að vera andstyggileg og kvikindisleg vinkona og vísa hér á bloggið hennar Nönnu í von um að það geti rekið hana af stað aftur. Nanna vildi reyndar ekki gefa mér upp slóðina – en það var nú ekki mikill vandi að giska á hana; hér fann ég semsagt þetta efnilega blogg. Hvet eindregið til þess að þráðurinn verði tekinn upp á ný – ég skal alveg hjálpa til við linkagerð og þess háttar.
föstudagur, 15. ágúst 2003
Meðmæli dagsins: Pistill Þórdísar um bloggheim vs. raunheim o.fl. Ég er sammála hverju einasta orði sem þarna stendur.
Nanna spekúlerar í því hvort Fréttablaðið hafi ekki bráðum efni á að ráða sér prófarkalesara, og bendir á klausu af forsíðunni sem kæmist trúlega nokkuð áleiðis í keppni um sem flestar villur í sem stystum texta. Þetta eru ekki einu frumlegheitin í stafsetningu sem blaðið í dag geymir, því þar er m.a. viðtal við Charlotte Bøving, leikkonu – eða ég geri ráð fyrir að hún sé viðmælandinn. Sú hugmynd byggist reyndar eingöngu á ályktunarhæfni, því bæði fornafn og eftirnafn er skrifað á ýmsa vegu en aldrei tekst að hafa það rétt. Aumingja konan er ýmist kölluð „Carlotte Bövin“ eða „Carloette“. Finnst Fréttablaðinu kannski úrelt krafa að blaðamenn eigi að hafa einhverja hugmynd um hvað viðmælendur þeirra heita? Eða að þeir eigi a.m.k. að hafa rænu á að athuga hvernig á að skrifa nafnið ef þeir eru ekki vissir.
fimmtudagur, 14. ágúst 2003
þriðjudagur, 12. ágúst 2003
mánudagur, 11. ágúst 2003
föstudagur, 8. ágúst 2003
Jóna Finndís, vinkona mín, var að flytja upp í Grafarholt – af öllum stöðum. Hún er búin að bjóða mér í mat í kvöld, og ég hlakka mikið til, en er þó ekki laus við áhyggjur. Ferðalagið krefst nefnilega umtalsverðrar skipulagningar, allavega ef maður ferðast bara um á tveimur jafnfljótum og með stóru, gulu bílunum. Blessunarlega er þó ljóst að ég rata á staðinn, því Jóna Finndís hélt afbragðs innflutningspartí fyrir nokkru síðan og mér tókst bæði að komast þangað og aftur til byggða – en ég get því miður ekki endurnýtt ferðaplanið síðan þá, af ýmsum ástæðum, þannig að ég þarf að gera nýtt. Einfaldast væri að fara beint úr vinnunni, en ég var ekki nógu forsjál í morgun og neyðist því til að fara heim fyrst. En ég er búin að föndra nákvæma áætlun sem er svo nördaleg að hún hlýtur að eiga eftir að virka (ó, hvað ég er bjartsýn!).
Ó mig auma! Um nokkurt skeið – á þriðju viku – hef ég sýnt af mér ótrúlega heilsusamlega hegðun. Í því hefur m.a. falist bindindi á allt sem fellur undir skilgreiningu mína á súkkulaði og öðru sælgæti. (Til að öllu sé til skila haldið skal tekið fram að súkkulaðikaka skilgreinist ekki sem sælgæti. Hún er matur.)
Þessu skeiði er lokið í bili. Ég er fallin. Rétt áðan æddi ég stjórnlaust út í Hjartarbúð og sit nú hér við tölvuna og graðga í mig lakkrísdraum. Einhver reynir kannski að halda því fram að þetta sýni veiklyndi og staðfestuskort, en því hafna ég alfarið. Ég lenti í því um daginn að ættleiða lögfræðikennslubók og þetta er augljóslega allt henni að kenna. Eða einhverju. Bara einhverju allt öðru en sjálfri mér!
Þessu skeiði er lokið í bili. Ég er fallin. Rétt áðan æddi ég stjórnlaust út í Hjartarbúð og sit nú hér við tölvuna og graðga í mig lakkrísdraum. Einhver reynir kannski að halda því fram að þetta sýni veiklyndi og staðfestuskort, en því hafna ég alfarið. Ég lenti í því um daginn að ættleiða lögfræðikennslubók og þetta er augljóslega allt henni að kenna. Eða einhverju. Bara einhverju allt öðru en sjálfri mér!
"You must remember this, a kiss is still a kiss".
Your romance is Casablanca. A classic story of love in trying times,
chock full of both cynicism and hope. You obviously believe in true love,
but you're also constantly aware of practicality and societal expectations.
That's not always fun, but at least it's realistic.
Try not to let the Nazis get you down too much.
What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla
Samkvæmt þessu ágæta nördaprófi (linkur frá Nönnu) er ég 24,44379% nörd sem telst vera „total geek“, og ég ýkti ekkert tiltakanlega mikið. Er það ekki skikkanlegur árangur?
miðvikudagur, 6. ágúst 2003
þriðjudagur, 5. ágúst 2003
sunnudagur, 3. ágúst 2003
Af hverju er veðrið svona óheyrilega gott? Öll mín plön um vinnusemi þessa helgina eru á hraðri leið í vaskinn. Í dag var meiningin að fara í vinnuna fljótlega upp úr hádegi – og ég ætlaði sko að koma hrikalega miklu í verk – en ýmislegt hefur tafið fyrir. Kom mér auðvitað alltof seint af stað (einu sinni sem oftar), og þar sem sólin skein svo fallega asnaðist ég til að ganga niður í bæ til að taka strætó þar (í staðinn fyrir að taka hann beint að heiman), og þegar þangað var komið fylltist ég fullvissu um að það væri beinlínis syndsamlegt að njóta veðurblíðunnar ekki aðeins lengur þannig að ég hékk og slæptist drjúga stund, settist svo á grasið á Austurvelli og las Agöthu Christie í meira en klukkutíma. Á endanum sparkaði ég sjálfri mér þó af stað og er mætt í vinnuna núna, en efast stórlega um að ég endist lengi. Þótt ég sitji ekki við glugga og ætti því að geta leitt þetta dýrlega sumar hjá mér, þá veit ég alltof vel af því þarna úti.
föstudagur, 1. ágúst 2003
Kristbjörn segir að ég sé „kominn langt með að stofna stuðningshóp bókafíkla“.
Kominn?
Ég vissi ekki að ég hefði farið í kynskiptiaðgerð nýlega.
Kominn?
Ég vissi ekki að ég hefði farið í kynskiptiaðgerð nýlega.
Nei sko! Margumtöluð bókasending frá Amazon.co.uk er komin, jafnvel þótt apríl sé ennþá víðs fjarri. Það er gleðiefni.
Namm. Dökkt súkkulaði. Namminamm.
You are Dark Chocolate. Very mysterious.
People want to like you, but you scare them a little.
You are Dark Chocolate. Very mysterious.
People want to like you, but you scare them a little.
What Kind of Chocolate are You?
brought to you by Quizilla
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)