föstudagur, 15. ágúst 2003

Nanna spekúlerar í því hvort Fréttablaðið hafi ekki bráðum efni á að ráða sér prófarkalesara, og bendir á klausu af forsíðunni sem kæmist trúlega nokkuð áleiðis í keppni um sem flestar villur í sem stystum texta. Þetta eru ekki einu frumlegheitin í stafsetningu sem blaðið í dag geymir, því þar er m.a. viðtal við Charlotte Bøving, leikkonu – eða ég geri ráð fyrir að hún sé viðmælandinn. Sú hugmynd byggist reyndar eingöngu á ályktunarhæfni, því bæði fornafn og eftirnafn er skrifað á ýmsa vegu en aldrei tekst að hafa það rétt. Aumingja konan er ýmist kölluð „Carlotte Bövin“ eða „Carloette“. Finnst Fréttablaðinu kannski úrelt krafa að blaðamenn eigi að hafa einhverja hugmynd um hvað viðmælendur þeirra heita? Eða að þeir eigi a.m.k. að hafa rænu á að athuga hvernig á að skrifa nafnið ef þeir eru ekki vissir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli