miðvikudagur, 29. október 2003

Komin heim. Því miður. Þegar ég fór að heyra íslensku á flugvellinum í gærkvöld reyndi ég að loka eyrunum og þegar flugfreyjurnar gengu um flugvélina til að selja DV gróf ég mig á kaf í breska blaðið mitt. Svo hafa flugfreyjurnar hjá Iceland Express tekið upp þann sið Flugleiða að segja „velkomin heim“ við lendingu í Keflavík. Ég fann hjá mér hvöt til að æpa: „Nei, neeeeeiiiiiiii – ég vil ekki vera á þessu landi! Mig langar aftur til London!“ Tókst þó að halda aftur af mér. Með naumindum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli