Ég er ekki hætt að blogga. Stundum eru bara takmörk fyrir því hversu miklu er hægt að koma í verk, og svo eru blogglægðir hvorteðer fastur liður í lífi mínu. Er ekki annars nauðsynlegt að viðhalda hefðum? Jæja, annar fastur liður er tiltekt í tenglasafninu sem er búin að vera lengi á dagskrá að vanda. Það hefur t.d. dregist óhóflega að bjóða Hafdísi velkomna í bloggheima og endurgjalda linka á fleiri góða bloggara sem hafa verið svo vænir að tengja á mig (ath. að karlkynið í setningunni á undan er eingöngu málfræðilegt): Hugskot, Böggu og Gunnlaugu. Þekki enga þeirra svo ég viti, en reyndar er heilastöðin sem sér um slík mál vanvirk í mér, þannig að það er kannski ekki að marka. Þetta er andstyggðar fötlun.
Enn einn bloggari sem ég þekki ekki er Kristín – en ég er búin að lesa hana flesta daga í skrilljón mánuði og löngu kominn tími til að tengja.
Annars er þetta tenglasafn voðalegur óskapnaður; held að ég verði að fara að endurskipuleggja það. Núverandi fyrirkomulag á dilkadrætti virkar ekki nógu vel. Kannski ætti ég að hafa þetta allt í stafrófsröð. Eða sortera einhvern veginn öðruvísi. Salta málið í von um snilldarhugljómun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli