fimmtudagur, 18. desember 2003

Þrátt fyrir viðvarandi aumingjablogg er ég ekki (blogg)dauð. Bara svolítið heiladauð. A.m.k. á köflum. Í fyrradag fór ég t.d. í Bónus, ráfaði um búðina og reyndi að muna hvað ég þurfti að kaupa. Þegar ég var búin að standa fyrir framan eina hilluna alllanga stund – og horfa og horfa og horfa rækilega til að fullvissa mig að mig vantaði ekkert í henni – gerði ég óþægilega uppgötvun.

Í hillunni var kattamatur. Bara kattamatur.

Ég á ekki kött.

Mig langar ekki einu sinni í kött.

Skilningsstöðin í heilanum vissi greinilega ekkert hvað augun voru að horfa á. Kannski væri ráðlegast að leggjast í dvala fram á vor. (Þá meina ég líkamlegan dvala –til viðbótar við þann andlega.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli