sunnudagur, 22. febrúar 2004

Er að reyna að ákveða hvort ég nenni að baka bollur í kvöld eða hvort ég kaupi bara ófylltar vatnsdeigsbollur. Keypti bollur í fyrra og það var svosem í lagi, en búðarbollur eru samt asnalegar. Stórar og klunnalegar. Vatnsdeigsbollurnar sem ég baka eru litlar og sætar. (Undantekning frá reglunni um að ég sé ekkert tiltakanlega pen.) Svo eru þær auðvitað miklu betri. Ég væri vís til að vandræðast yfir þessu fram eftir kvöldi en taka svo brjálæðiskast undir miðnætti og baka svolítið. Stundum geri ég hlutina á undarlegum tímum. Það kemur í ljós hvernig fer í þetta sinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli