föstudagur, 5. mars 2004
Ferðafiðringurinn hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga - og nú fer ég alveg að standa upp frá skrifborðinu og halda af stað til Kaupmannahafnar. Ég hlakka svoooooo til! Ferðaundirbúningurinn er svolítið í þeim anda sem Þórdís nefndi um daginn, ekkert yfirþyrmandi flókinn. Venjulega næ ég mér í smávegis gjaldeyri áður en ég fer af stað til útlanda - ef ske kynni að ég fyndi ekki hraðbanka undireins - en nú er ég ekki einu sinni búin að því. Kæruleysið algjört. Annars minnir mig að það hafi verið lítið mál að finna hraðbanka síðast þegar ég lenti á Kastrup, þannig að kannski er kæruleysið ekki svo mikið þegar að er gáð. Samt: eins gott að kortið klikki ekki!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli