Ég er í túlkunarfræðilegri krísu yfir heitinu á nýja leikritinu eftir Þorvald Þorsteinsson: Sekt er kennd.
Er kennd nafnorð í þessu samhengi, þ.e. ‘tilfinning’? Þá gæti sú hugmynd falist í heitinu að sekt sé sjálfsprottið og óviðráðanlegt fyrirbæri.
Eða er kennd beygingarmynd af sögninni kenna? Þá myndi heitið gefa til kynna að sekt sé lærð hegðun.
Birtast hér kannski gríðarleg átök milli eðlishyggju og mótunarhyggju? Nema maður sætti þau andstæðu sjónarmið með því að hafna hugmyndinni um að tilfinningar séu óviðráðanlegar. Þá lýsir hvort tveggja lærðri hegðun og túlkunarvandinn er úr sögunni.
Best að hugsa málið aðeins lengur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli