Karlmönnum er ekki treystandi fyrir vídeótækjum.
Seinnipartinn í gær kom í ljós að ég kæmist ekki heim til mín fyrr en seint um kvöldið. Reyndar myndi ég ná að sjá byrjunina á Gettu betur þar sem ég var en ekki alla keppnina. Hafði samt ekki miklar áhyggjur þar sem ég taldi mig vera búna að kenna bróður mínum rækilega á vídeóið mitt og hringdi því í hann og bað hann að prógrammera vídeóið til að taka upp keppnina og svo Beðmálin seinna um kvöldið. „Ertu ekki örugglega búinn að læra á þetta?“ spurði ég. „Jú, jú, þetta verður ekkert mál,“ var svarið sem ég fékk. Mér þótti samt vissara að ítreka mikilvægt atriði: „Þú manst að þú þarft að ýta á takkann sem er merktur timer on/off að lokum?“ Þessu var játað. Auðvitað myndi hann þetta.
Seint í gærkvöld kem ég heim til mín – dauðþreytt og hlakkaði mjög til að leggjast upp í sófa og horfa á keppnina (og Beðmálin). En á vídeóspólunni var ekki neitt. Og hvað hafði klikkað? Það hafði ekki verið ýtt á timer on/off. Arrrrg!
Maður skyldi greinilega aldrei treysta öðrum fyrir mikilvægum hlutum. Og ekki fer á milli mála að það er sérlega varasamt að treysta karlmönnum til réttrar umgengni við vídeótæki.
Akkuru í andsk... er Gettu betur ekki endursýnt. Ég er ekki sátt við þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli