Nýi, fíni múmínbollinn minn lífgar aðeins upp á daginn. Hann er með mynd af múmínpabba, múmínmömmu, Míu litlu, múmínsnáðanum og snorkstelpunni og er ógurlega fínn. (Sjá efstu línuna miðja hér.)
Er þetta kannski kanna? Ég er ekki alveg viss. Drykkjarílátið rúmar nógu mikið til að geta verið kanna en hlutföllin eru heldur meira í ætt við bolla. Hvernig var málfræðiskilgreiningin aftur – man það ekki einhver?
Ætlaði eiginlega að kaupa bolla/könnu með mynd af Míu litlu, en fannst hann/hún ekki nógu falleg(ur) á litinn. Kannski kaupi ég svoleiðis bara seinna. En finnst ykkur ekki ósanngjarnt að það skuli ekki vera til svona leirtau með mynd af morranum?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli