Íþróttir eru stórhættulegar, jafnt líkamlegri sem andlegri heilsu manns. Hélt að sund væri næstum eina íþróttin þar sem væri ómögulegt að koma sér upp álagsmeiðslum – en eftir 1000 m sund í gær er vinstra hnéð ekki sammála því. Þar að auki leiddi sundferðin í ljós að ég hef þyngst ennþá meira síðan í fyrra en ég hélt. Þar fór geðheilsan. Nema ég ákveði að vogin í Vesturbæjarlauginni sé ábyggilega vitlaus. Já, ætli ég geri það ekki bara. Er ekki best að varpa ábyrgðinni af sjálfum sér og kenna óviðráðanlegum ytri aðstæðum um allt sem miður fer?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli