Mikið er ég orðin leið á bullinu um að blogg sé sjálfkrafa bersöglismál. (Finnst það næstum eins þreytandi og alhæfingar um að bloggarar kunni hvorki málfræði né stafsetningu og séu að öllu leyti óskrifandi.) Þröstur Helgason
segir í Mogganum í dag að á bloggi sé allt játað og það minni helst á opinberan skriftastól. Þó að slíkar síður séu alveg til eru þær margfalt fleiri sem falla ekki undir skilgreininguna. Hvernig væri að einhver sendi manninum linka á nokkrar vel valdar bloggsíður?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli