Tveggja ára bloggafmæli í dag! Og ég er að fara til London. Þetta er góður dagur.
Mikið var annars gaman á Pixies-tónleikunum á þriðjudaginn. Þ.e. þegar "upphituninni" var lokið þar sem Ghostdigital framdi hljóðgjörning með ákaflega frjálsri aðferð. Ég var farin að velta því alvarlega fyrir mér hvort þetta væri þolpróf - aðeins þeir úthaldsbestu fengju að heyra alvöru-tónlistina. En Pixies voru æði. Aðeins í ólagi í fyrstu lögunum, en svo small þetta saman; í "I bleed" voru farnir að gerast góðir hlutir og ennþá betri í "Wave of mutilation" og svo rak hver snilldin aðra. Dásamlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli