Þingsetning á morgun með tilheyrandi serimóníum.
Ætli ég verði krafin um skilríki eins og í fyrra?
fimmtudagur, 30. september 2004
miðvikudagur, 22. september 2004
Fer til Oslóar á morgun og verð fram á sunnudag. Hef einu sinni komið þangað áður en það var í blásarasveitarferðalagi þegar ég var tólf ára. Þá byrjuðum við í Osló og stoppuðum í tvo eða þrjá daga en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar þannig að þetta eru í raun framandi slóðir. Er búin að lesa mér svolítið til um borgina en ef einhverjir staðkunnugir lesa þetta yrðu góðar ábendingar vel þegnar.
Ætlaði að vera búin að blogga um göngurnar en tíminn hefur verið takmarkaður síðan ég kom til baka. Kannski kemst það í verk síðar.
Ætlaði að vera búin að blogga um göngurnar en tíminn hefur verið takmarkaður síðan ég kom til baka. Kannski kemst það í verk síðar.
föstudagur, 17. september 2004
fimmtudagur, 16. september 2004
Vissuð þið að ef maður er fróður um kóngafólk getur það verið merki um lélega heilsu? Þetta uppgötvaði ég fyrir nokkrum árum og sagði frá því á kommentakerfinu hennar Nönnu fyrr í dag í tilefni af nýjustu fréttum. Ætli það sé ekki best að eiga frásögnina hér:
- - -
Einu sinni var ég í afmæli með stelpum héðan og þaðan úr Evrópu og einhvern veginn þróuðaðist það þannig að við fórum að ræða evrópskt kóngafólk. (Veit ekki af hverju.)
Ein reyndist sérlega fróð um málið - og afsakaði sig með því að hún hefði verið mikið lasin => þurft að sitja mikið á biðstofum lækna þar sem ekkert lesefni var nema slúðurblöð.
Nokkrum mínútum seinna gat ég frætt hópinn um eitthvað kóngaslektistengt sem hinar höfðu ekki vitað. Þá horfði ein á mig meðaumkunaraugum og spurði: "Hefur þú líka verið mikið lasin?"
(Það var reyndar ekki tilfellið heldur er ég bara með svona undarlegt minni. En mér fannst skemmtileg uppgötvun að vitneskja um kóngafólk gæti verið mælikvarði á heilbrigði fólks.)
- - -
Einu sinni var ég í afmæli með stelpum héðan og þaðan úr Evrópu og einhvern veginn þróuðaðist það þannig að við fórum að ræða evrópskt kóngafólk. (Veit ekki af hverju.)
Ein reyndist sérlega fróð um málið - og afsakaði sig með því að hún hefði verið mikið lasin => þurft að sitja mikið á biðstofum lækna þar sem ekkert lesefni var nema slúðurblöð.
Nokkrum mínútum seinna gat ég frætt hópinn um eitthvað kóngaslektistengt sem hinar höfðu ekki vitað. Þá horfði ein á mig meðaumkunaraugum og spurði: "Hefur þú líka verið mikið lasin?"
(Það var reyndar ekki tilfellið heldur er ég bara með svona undarlegt minni. En mér fannst skemmtileg uppgötvun að vitneskja um kóngafólk gæti verið mælikvarði á heilbrigði fólks.)
mánudagur, 13. september 2004
fimmtudagur, 9. september 2004
Einn vondan veðurdag í september gengur Erna niður Laugaveginn.
Skyndilega vindur ókunnur maður sér að henni og spyr með hálfgerðum þjósti:
"Viltu koma í kaffi?"
Söguhetjan hefur ekkert dramatískt svar á reiðum höndum.
Forviða "nei" er það eina sem hún hefur um málið að segja.
Maðurinn hörfar.
Erna heldur áfram göngu sinni.
- - -
Undarlegt. Og þó; eiginlega skorar þetta frekar lágt á undarlegheitaskalanum í sagnaflokknum "furðufuglar reyna að stofna til kynna við Ernu". Súrrealískasta senan er að verða fimm ára og verður seint slegin út.
Skyndilega vindur ókunnur maður sér að henni og spyr með hálfgerðum þjósti:
"Viltu koma í kaffi?"
Söguhetjan hefur ekkert dramatískt svar á reiðum höndum.
Forviða "nei" er það eina sem hún hefur um málið að segja.
Maðurinn hörfar.
Erna heldur áfram göngu sinni.
- - -
Undarlegt. Og þó; eiginlega skorar þetta frekar lágt á undarlegheitaskalanum í sagnaflokknum "furðufuglar reyna að stofna til kynna við Ernu". Súrrealískasta senan er að verða fimm ára og verður seint slegin út.
þriðjudagur, 7. september 2004
Kannski rétt að láta vita að ég er ekki búin að vera krónískt pirruð síðan ég bloggaði síðast. Bara öðru hverju. Í dag er ég til dæmis fokvond yfir þessu viðbjóðslega veðri - en nokkuð glöð að öðru leyti. Fyrir utan örvæntingu yfir því hvað klukkutímarnir í sólarhringnum eru fáir ...
Sló samt öllu upp í kæruleysi á föstudagskvöldið og dreif mig í leikhús á Edith Piaf. Er búin að hlusta á Piaf síðan ég var krakki - sá leikrit um hana á Akureyri þegar ég var níu eða tíu ára og kolféll fyrir músíkinni á stundinni. Fannst afar vond hugmynd þegar fréttist að Sigurður Pálsson væri að semja nýtt leikrit um hana - og þeir fordómar reyndust alveg á rökum reistir því leikritið er meingallað. Sögumennirnir tveir eru t.d. alveg út í hött - þótt höfundi hafi kannski fundist hann klofinn milli "skálds" og "sagnfræðings" þegar hann samdi leikritið er ekkert verið að vinna með þá togstreitu í verkinu og ég sá engan tilgang með því að holdgera slíkar fígúrur á sviðinu - sérstaklega þar sem ég hefði aldrei áttað mig á því hvor átti að vera hvor (eða að þeir ættu yfirleitt að gegna þessum hlutverkum) ef ég hefði ekki lesið það í leikskránni. Senurnar með Marlene Dietrich voru skelfilega misheppnaðar (synd, eins og væri nú ábyggilega hægt að skrifa spennandi leikrit um þær tvær) - og ég gæti haldið lengi áfram. Ég er líka innilega sammála hinum ágæta bloggara Varríusi um að það var út í hött að skipta milli frönsku og íslensku í lögunum. Vissulega finnst manni franskan mikill hluti af músíkinni þegar hlustað er á Piaf sjálfa og stemmningarinnar vegna hefði kannski - endurtek: kannski - verið réttlætanlegt að hafa einstaka lag á frönsku (sérstaklega undir þeim kringumstæðum sem Varríus nefnir, þ.e. í Ameríkuferðinni). En að skipta milli frönsku og íslensku í sama laginu: það er fullkomin vanvirðing við söguna sem verið er að segja.
Svona flakk milli frönsku og íslensku kom allt öðruvísi og margfalt betur út í þeirri frábæru sýningu Paris at Night (sem ég sá í vor og langar að sjá aftur). Þar var hluti ljóðanna sunginn á frönsku en það kom vel út þar - enda minnir mig reyndar að öll hafi líka verið flutt á íslensku.
En allt þetta geðvonskuraus þýðir alls ekki að ég sjái eftir að hafa farið í leikhúsið. Þvert á móti. Sýningin stendur og fellur með aðalleikkonunni - og Brynhildur var alveg óheyrilega góð. Hún á skilið allt það lof sem borið hefur verið á hana og gerir sýninguna fullkomlega þess virði að sjá hana.
Kæruleysið hélt svo aðeins áfram á laugardaginn því þá fór ég í bíó og sá Dís. Alveg stórfín. Hárrétt ákvörðun að vera ekkert að eltast í smáatriðum við söguþráðinn í bókinni heldur skrifa nýtt handrit utan um persónuna (enda byggist bókin ekki á plottinu heldur fremur á karakterum, sitúasjónum o.þ.h.). Stórvel heppnað - og það er dásamlega margt þarna sem maður kannast við, ýmist af eigin reynslu eða af afspurn (senurnar með saumaklúbbi dauðans rifja t.d. rækilega upp hryllingssögur einnar vinkonu minnar af álíka vondum félagsskap sem hún er í (eða var a.m.k.)). Karakterarnir eru frábærir og vel leiknir - ég held að mér hafi fundist allir leikararnir góðir! Mjög sátt við þetta.
Sló samt öllu upp í kæruleysi á föstudagskvöldið og dreif mig í leikhús á Edith Piaf. Er búin að hlusta á Piaf síðan ég var krakki - sá leikrit um hana á Akureyri þegar ég var níu eða tíu ára og kolféll fyrir músíkinni á stundinni. Fannst afar vond hugmynd þegar fréttist að Sigurður Pálsson væri að semja nýtt leikrit um hana - og þeir fordómar reyndust alveg á rökum reistir því leikritið er meingallað. Sögumennirnir tveir eru t.d. alveg út í hött - þótt höfundi hafi kannski fundist hann klofinn milli "skálds" og "sagnfræðings" þegar hann samdi leikritið er ekkert verið að vinna með þá togstreitu í verkinu og ég sá engan tilgang með því að holdgera slíkar fígúrur á sviðinu - sérstaklega þar sem ég hefði aldrei áttað mig á því hvor átti að vera hvor (eða að þeir ættu yfirleitt að gegna þessum hlutverkum) ef ég hefði ekki lesið það í leikskránni. Senurnar með Marlene Dietrich voru skelfilega misheppnaðar (synd, eins og væri nú ábyggilega hægt að skrifa spennandi leikrit um þær tvær) - og ég gæti haldið lengi áfram. Ég er líka innilega sammála hinum ágæta bloggara Varríusi um að það var út í hött að skipta milli frönsku og íslensku í lögunum. Vissulega finnst manni franskan mikill hluti af músíkinni þegar hlustað er á Piaf sjálfa og stemmningarinnar vegna hefði kannski - endurtek: kannski - verið réttlætanlegt að hafa einstaka lag á frönsku (sérstaklega undir þeim kringumstæðum sem Varríus nefnir, þ.e. í Ameríkuferðinni). En að skipta milli frönsku og íslensku í sama laginu: það er fullkomin vanvirðing við söguna sem verið er að segja.
Svona flakk milli frönsku og íslensku kom allt öðruvísi og margfalt betur út í þeirri frábæru sýningu Paris at Night (sem ég sá í vor og langar að sjá aftur). Þar var hluti ljóðanna sunginn á frönsku en það kom vel út þar - enda minnir mig reyndar að öll hafi líka verið flutt á íslensku.
En allt þetta geðvonskuraus þýðir alls ekki að ég sjái eftir að hafa farið í leikhúsið. Þvert á móti. Sýningin stendur og fellur með aðalleikkonunni - og Brynhildur var alveg óheyrilega góð. Hún á skilið allt það lof sem borið hefur verið á hana og gerir sýninguna fullkomlega þess virði að sjá hana.
Kæruleysið hélt svo aðeins áfram á laugardaginn því þá fór ég í bíó og sá Dís. Alveg stórfín. Hárrétt ákvörðun að vera ekkert að eltast í smáatriðum við söguþráðinn í bókinni heldur skrifa nýtt handrit utan um persónuna (enda byggist bókin ekki á plottinu heldur fremur á karakterum, sitúasjónum o.þ.h.). Stórvel heppnað - og það er dásamlega margt þarna sem maður kannast við, ýmist af eigin reynslu eða af afspurn (senurnar með saumaklúbbi dauðans rifja t.d. rækilega upp hryllingssögur einnar vinkonu minnar af álíka vondum félagsskap sem hún er í (eða var a.m.k.)). Karakterarnir eru frábærir og vel leiknir - ég held að mér hafi fundist allir leikararnir góðir! Mjög sátt við þetta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)