"Einstaklingar" eru nýju "aðilarnir". Skil ekki þennan flótta frá því að tala um "fólk" eða eitthvað álíka snyrtilegt. Einu sinni voru allir "aðilar". "Aðilunum" hefur blessunarlega fækkað en "einstaklingarnir" virðst komnir í tísku í staðinn.
Fólk er fífl. Eða ætti ég kannski að segja: "einstaklingar eru fífl"?
Þetta var geðvonskumálfarslöggublogg vikunnar. Lifið heil.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli