mánudagur, 27. desember 2004
Komin suður og búin að koma höndum yfir símann minn, mér til ómælds léttis. Er að reyna að jafna mig eftir sykursjokk síðustu daga - ekki vegna þess að ég sé búin að úða í mig kökum o.þ.h. heldur vegna þess að uppáhalds "kryddið" hans pabba er sykur. Honum finnst flestur matur batna við vænan skammt af sykri - og aðeins meira en það. Ætla ekki að reyna að reikna út hversu mörg kíló af sykri voru í aðalréttinum á aðfangadagskvöld þar sem við borðuðum hamborgarhrygg með sykurhjúp, brúnaðar kartöflur í ekki svo litlum sykri og heimagert rauðkál með ógrynni af sykri. Mesta furða að salatið skyldi sleppa. En þetta er ábyggilega meinhollt á sinn hátt - svona einu sinni á ári.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli