föstudagur, 21. janúar 2005
Það bjargar því sem bjargað verður að mér var að áskotnast ljósritabunki með fornu efni: hjartakrossgátunni úr Þjóðviljanum, blessuð sé minning hans. Ég get því svalað hömlulausri krossgátufíkn minni sæmilega um helgina. Hún blossaði upp í sumar eftir margra mánaða eða ára hlé og ekkert lát er á. Ég forðaðist lengi vel að kynna mér skrýtnu krossgátuna í sunnudagsmogganum því ég sá fram á að ég gæti aldrei látið hana vera ef ég lenti einu sinni í klónum á henni - en ágæt frænka mín kom mér á bragðið og síðan varð ekki aftur snúið. Þannig að núna um helgina get ég bæði hlakkað til sunnudagskrossgátunnar og bunkans af hjartagátunni. Þetta verður sennilega ágætis helgi þrátt fyrir allt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli