Gott að það er einn dagur eftir af páskafríinu. Þá er enn sjens að koma í verk einhverjum af þeim skrilljón hlutum sem ég ætlaði (og þurfti) að gera. Annars er búið að vera ósköp gott að slaka svolítið á (fyrir utan leiðinda andvökurnar sem voru alls ekki slakandi).
Það eina sem hefur ennþá komist í verk - fyrir utan skemmtilegt matarboð á föstudagskvöldið - eru fullkomlega ófyrirséð verkefni, bæði símvirkjun og pípulagnir. Símaföndrið gekk prýðilega og pípulagnirnar svo sem líka þótt þær skiluðu ekki tilætluðum árangri; ég skrúfaði allt sundur inni í vaskaskáp til þess eins að komast að því að stíflan er einhvers staðar neðar. Er búin að fá upplýsingar um ofur-stíflueyði og kanna málið strax eftir páska. Samt fullmikið að geyma óhreina leirtauið úr matarboðinu á föstudagskvöldið þangað til vaskurinn kemst aftur í gangið. Trúlega best að vesenast eitthvað með vaskafat á eftir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli